STEINI PÍPIR Á AUÐSÖFNUN

  Steini pípari sendir myndskeyti:
  Það er ekkert að því í sjálfu sér að menn verði óskaplega ríkir. Það eru margir sem verða ríkir á saknæman eða siðlausan hátt. Það er ekki ásættanlegt. Þá geri ég kröfu um að þeir ríku farið að leikreglum þjóðfélagsins og greiði sína skatta og skyldur. Skatta sniðganga er orð yfir þann sið manna að leita eftir smugum í skattareglum til að komast hjá að greiða sitt.
  Steini pípari

  Það er eins og auðsöfnun sé ávanabindandi sjúkdómur. Þeir elska peningana sína og gera allt sem þeir geta til að þeir vaxi og þroskist eins og þeir væru börnin þeirra.

  Þeir auðmenn sem brjóta reglur, ná í opinberar eigur fyrir lítið, komast á spena hins opinbera, stela, beita misneytingu, svíkja og falsa og komast upp með það, eru verstir því kerfi sem þeir byggja á, kapítalismanum. Viðbrögðin verða nefnilega strangari reglur, meira vantraust og meira eftirlit. Þá er þjóðfélag ójafnaðar ófriðvænlegra.
  Mér finnst að auðmennirnir ættu að taka sig saman og sammælast um siðvæðingu en ég er nú líka draumóramaður.
  Auglýsing