STEINI PÍPARI MEÐ BONEY M

  Skattfrelsið heitir þessi mynd Steina pípara.

  Myndskeyti:

  Ég er búinn að finna hvar maður getur unnið skattfrjálst. Kaupið er aðallega ánægjan og ekki borgar maður skatt af henni. Svo bætist við góðgæti og ekkert er betra en það sem maður ræktar sjálfur.

  Steini pípari

  Ég hef sem sagt notað Covidið til að útvíka ræktun sem ég var byrjaður á eftir að ég flutti í hús með forláta garðskála. Eitt af því sem ég datt niður á var sala á rússneskum þolnum tómaafbrigðum og sögð einstaklega bragðgóð. Þetta fann ég í Brennholti í Mosfellsdal. Nöfnin eru líka flott. Ég ætla að fá mér Boney M í júlí og fljótlega tekur Ljóti andarunginn við sem sagður er á bragðið sem sætasti ávöxtur.

  Þá eru það jarðarberin og bláberin. Þegar ég sagði vini mínum að ég þyrfti líklega að koma í stað flugna við að frjóvga blómin sagði hann „þá ertu eiginlega eins og bombus býflugurnar.“

  Nú er ég byrjaður að safna uppskriftum af berjapæum.

  Auglýsing