STEINI PÍPARI HRÓSAR HELGU VÖLU

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Ég er ekki sérstakur stuðningsmaður hennar Helgu Völu krataþingmanns, hún getur þó stundum komið með góða punkta. Inn um bréfalúguna mína barst blaðið Mannlíf. Þar eru sjónarmið fjögurra lögfræðinga um það hvort eyðileggja megi líf einstaklings á grundvelli einhvers sem hann fær ekki að vita hvað er en það sé eitthvað svakalega vont. Þrjár konur svara og síðan eru sjónarmið lögmanns Atla reifuð. Tvær af konunum missa dómgreind vegna tilfinninga og ofurtrúar á MeToo.

  Steini pípari í slætti.

  Helga Vala er eina konan sem dregur rökréttar ályktanir út frá meginreglum réttarríkisins og lætur ekki háværar raddir baráttukvenna trufla dómgreind sína. Hún segist vera lögmaður fórnarlamba í kynferðisbrotamálum. Hún lætur það ekki trufla sig heldur. Hún bendir á það að rétturinn til að verja sig sé grundvöllur réttarríkisins og persónuverndarlög geta ekki tekið þann rétt af fólki. Þeir sem þekkja sögu nútíma réttarfars vita að sú regla kom ekki úr lausu lofti.

  Lára V. Júlíusdóttir skilur þetta ekki. Hún skilur heldur ekki að ásakanir um ofbeldi á vinnustað gætu verið ofbeldi og verður því að rannsaka hlutlaust án fordóma eins og reglugerð um slíkt gerir ráð fyrir. Það er ekki gert nema heyra báðar hliðar. Í reglugerðinni er skýr ákvæði um réttinnn til að verja sig. Á þeim byggir dómurinn yfir stjórnanda Borgarleikhússins.

  Hún virðist því hafa dæmt síg úr leik í slíkum málum. Hún virðist ekki vita að lögfræði er vísindagrein og tilfinningar eða persónulegar skoðanir mega ekki birgja mönnum sýn.

  Auglýsing