STEINI PÍPARI Á KETÓ – 20 KÍLÓ FOKIN

  Steini pípari með barnabarninu, Erlu Diljá.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Flestir sem þekkja mig vita að mér þykir matur góður. Það er gaman að elda, sérstaklega þegar vinir og fjölskylda geta notið þess með mér.

  Ég var mikill skíðamaður, stundaði skotveiði og skokkaði um fjöll og firnindi. Ég gat borðað vel án verulegs skaða. Þegar maður eldist þykir manni maturinn jafn góður og fyrr en þörfin snarminnkar. Skrokkurinn undirbýr sig undir hungursneyð og setur umframbirgðirnar í varasjóð. Varasjóðurinn var mjög stór þegar ég tók hraustlega í taumana.

  Auðvitað var það ekki létt verk fyrir matmann að neita sér um að borða vel. Þetta gekk furðu vel en betur mátti ef duga skyldi. Menn töluðu um ketofæðið sem mér skyldist að væru jú stór hættulegt. Ekki var á það bætandi hjá mér því ofþyngd fylja ýmsir kvillar. Loks lét ég þó til leiðast. Nú smjatta ég á gómsætum steikum. Læknar segja að rannsóknir sýni að ketó sé meinhollt og ég eigi að éta steikur til æviloka. 20 kíló hurfu eins og dögg fyrir sólu. Þörf fyrir lyf sem ég þurti að taka vegna ofþyngdar snarminnkuðu. Og svo er það svo óskaplega gott á gamals aldri að eitthvað snúi til betri vegar.

  Auglýsing