STEINI Í DJÚPINU

    Steini pípari sendir myndskeyti:

    Flestir sjá fyrir sér að spilling stjórnmálamanna sé í því fólgin að þeir þiggi mútur. Ég veit að slíkt er alls ekki óalgengt. Það á e.t.v. aðallega í einstökum viðskiptum eða einstökum málum. Djúpríkið nær víðtækri stjórn með óljósum tengslum auðmanna, skyldmenna, félaga í ýmsum frjálsum félagasamtökum og í gegnum sameiginlegum eignarhaldi í félögum. Við höfum sett reglur um styrki til stjórnmálaflokka en menn sem eru tengdir og eiga mörg félög geta falið slóðina.

    Stjórnmálaflokkar eru í stöðugri fjárþörf. Þar sem auglýsingar ráða miklu um niðurstöðu kosninga skiptir máli hver hefur mest fé í slíkt.

    Sakleysingjar koma á þing og fullyrða að þeir sjái enga spillingu. Auðvitað er þetta sæmilega falið. Þegar ættingjar þeirra þurfa greiða, hálaunastarf í fyrirtæki eða því um líkt og þeir þekkja einhvern í djúpríkinu, vakna tengsl. Engin segir neitt en þeir vita að þeir eiga vini og maður er jú góður við vini sína

    Auglýsing