STEINDAUTT VATN Á HVÍTASUNNU

  Dauðahafið er of salt fyrir flestar lífverur. Hin mikla selta gerir mannfólkinu hins vegar kleyft að fljóta í vatninu.

  Á Hvítasunnu er gott að láta hugann reika á Biblíuslóðir:

  Dauðahafið er sérstakur staður fyrir margra hluta sakir. Vatnið liggur í Jórdan sigdalnum á mörkum Vesturbakkans, Ísraels og Jórdaníu. Það er lægsti punktur á yfirborði jarðar eða 418 metra undir sjávarmáli.

  Á hebresku hefur vatnið ýmist verið kallað Yam ha-melah sem þýða má sem saltsjór, eða Yam ha-Mavet sem útleggst á íslensku sem dauðahaf. Á arabísku kallast það Al Bahr al Mayyit sem einnig þýðir dauðahaf.

  Þetta nöturlega nafn er tilkomið vegna hinnar gríðarlegu seltu vatnsins sem mælist um 26-35%. Dauðahafið er því um 10 sinnum saltara en sjórinn.

  Auglýsing