STEFÁN JÓN KEYPTI KJÚKLINGA FULLA AF VATNI

    “Ég er mjög hlynntur vatni,” segir fjölmiðlamaðurinn góðkunni, Stefán Jón Hafstein, sem nú starfar hjá utanríkisráðuneytinu en bætir svo við

    “En. Þegar maður kaupir kjúkling? Steikti tvo kjúklinga án nokkurs vökva, grænmetis eða krydds. Bara beint úr pokanum inn í ofn án nokkurs annars. Eftir klukkustund var fatið fleytifullt af óvæntum vökva. 2 bollar af vatni höfðu streymt úr skepnunum. Fylgist enginn með nema ég?”

    Auglýsing