STAURBLINDIR FÁ BARA FRÍTT Í STRÆTÓ

  Reykvískur athafnamaður í 101 Reykjavík sem þurfti upp á Höfða til að ná í Benz-bifreið sína á bílaverkstæði ákvað að taka strætó til að spara sér sex þúsund króna leigubíl. Hann vissi að leið 6 stoppaði rétt við verkstæðið á móts við prentsmiðjuna Odda og var klyfjaður klinki því hann vissi ekki hvað kostaði í strætó.

  Svo rann sexan upp að biðskýlinu gegnt Stjórnarráðinu á Lækjargötu, okkar maður sté um borð og spurðu hvað kostaði:

  Strætóbílstjóri: 460 krónur nema þú sért ellílífeyrisþegi þá kostar 210 krónur.

  Farþegi: Fá ellilífeyrisþegar ekki ókeypis í strætó?

  Strætóbílstjóri: Nei, þú þarft að vera staurblindur til að fá frítt í strætó. Það eru þeir einu sem fá ókeypis.

  Auglýsing