STARRI MEÐ SPÓANEF

  Unnur

  Unnur Guttormsdóttir vissi ekki hvað hún átti að halda þegar hún sá starra með spóanef út um gluggann hjá vinafólki sínu í Hlíðunum. Eða var þetta bara spói?

  “Mikið yrði ég glöð ef einhver gæti sagt mér hvaða fugl þetta er. Og afsakið myndgæðin en þetta var tekið út um kolskítuga rúðu,” segir Unnur og svörin létu ekki á sér standa:

  Svandís Stefánsdóttir: Virkar bara eins og vanskapaður starri. Eins og goggurinn sé ekki beint eðlilegur.
  Hrönn Sigurbjörnsdóttir: Starri sem þjáist af keratin disorder.
  Jón Atli Árnason: Sjá keratin disorder hér.
  Auglýsing