STARFSMANNALEIGA HIRTI RUSLIÐ FYRIR BORGINA

  Frétt um ruslahaug við húsnæði starfsmannaleigu á Bræðraborgarstíg varð til þess að forsvarsmaður starfsmannaleigunnar fór sjálfur af stað og hirti ruslið.

  “Ég varð brjálaður þegar ég sá þessa frétt. Þessar tunnur tilheyra húsinu hérna fyrir neðan en ekki okkur,” sagði starfsmannaleigumaðurinn sem klukkustund eftir birtingu fréttarinnar var mættur með stóran jeppa og kerru til að taka til. “Það er eins og borgin vilji ekki tæma þessar tunnur.”

  – Hver setti þessar tunnur þarna?

  “Borgin. Og það er eins og hún vilji ekki tæma þær.”

  – En hvar eru tunnurnar ykkar?

  “Fyrir aftan húsið okkar en þessar hér upp við gafl hjá okkur og tilheyra húsinu fyrir neðan.”

  – Hvers vegna eru þú þá að taka hér til?

  “Vegna þess að fnykinn af sorpinu leggur inn um gluggana hjá starfsmönnum okkar og þetta er bara ekki hægt,” sagði hann og ók svo á brott með sorpið í eftirdragi – alveg til fyrirmyndar en eftir stendur spurningin hvers vegna Reykjavíkurborg plantar tunnum við hús og neitar svo að tæma.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinGLATAÐA SUMARIÐ
  Næsta greinSAGT ER…