STAR WARS Í BANKASTRÆTI

    Prikið ehf. sem leigt hefur Bankastrætí 0 undir pönkminjasafn í fyrrum kvennaklósetti neðanjarðar hefur áhuga á að auka við starfsemina þannig að til viðbótar verði rekið „retro“  safn fyrir spilakassa, ET og Star Wars leikföng o. s.frv. í karlaklósettinu fyrrverandi hinu megin í strætinu. Ekki verði gert ráð  fyrir að selt verði í spilakassa sérstaklega.

    Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum  að verða við beiðni Priksins um að leigja  húsnæðið undir þessa starfsemi en borgin er eigandi húsnæðisins. Rýmin  eru sem kunnugt er neðanjarðar en ekki samtengd.

    Auglýsing