STAL GALLABUXUM Á AKUREYRI – FIMM MÁNUÐIR

    Kona var dæmd í fimm mánaða fangelsi skilorðsbundið í síðustu viku í Héraðsdómi Norðurlands eysta fyrir tilraun til þjófnaðar, með því að hafa fimmtudaginn 15. apríl 2021, í versluninni Lindex í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi á Akureyri, í þjófnaðarskyni rifið þjófavörn af gallabuxum í búðinni og klætt sig í þær. Starfsmenn verslunarinnar tóku eftir athæfi hennar og tóku af henni buxurnar sem voru að verðmæti 8.999 krónur.

    Konan hafði nokkrum sinnum áður verið dæmd fyir þjófnað og rofið skilorð. Dómsorð:

    “Ákærða,  sæti  fangelsi  í fimm mánuði, en  fresta  skal fullnustu þriggja mánaða fangelsisrefsingarinnar og sá hluti hennar falla niður að liðnum tveimur árum frá  uppkvaðningu dóms þessa haldi ákærða almennt skilorð 57. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.”

    Auglýsing