SPUNI MALLAR GULL FYRIR FINN

  Mynd af Spuna / Gígja Einars.

  Stóðhesturinn Spuni frá Vesturkoti brilleraði á Landsmóti hestamanna og sópaði til sín öllum þeim verðlaunum sem máli skipta. Spuni er í eigu Finns Ingólfssonar fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og seðlabankastjóra um hríð en Finnur hefur um árabil rekið hrossarækt í Vesturkoti, engu til sparað og tapað 200 milljónum á rekstrinum síðustu fimm árin:

  „Þetta er ekki ábata­sam­ur rekst­ur,“ segir Finnur í fjölmiðlum.

  Þá barst þessi vísa:

  Margur hann víst mætti gruna,

  að magna dansinn upp í Hruna,

  skyldur smiðnum á Reyni,

  skríkir útburðarveini,

  en skeiðar samt stuttur í Spuna…

  Meira um Rein í Mýrdal en Finnur er frá Vík í Mýrdal.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinBJARNI ARA (47)
  Næsta greinSAGT ER…