SPRAKK ÚR HLÁTRI – FLUTT TIL DÝRALÆKNIS

  Úr ársfjórðungsritinu Hrepparíg:

  Ísbjörg ritari sprakk úr hlátri þegar mannvitsbrekka hreppsins rak Frímann fjallkóng umsvifalaust úr Haughúsasýslunni fyrir að segja við Markhildi Markúsdóttur, þegar þau deildu um fjármörk: “Það er upp á þér typpið núna!”

  Frímann segir að ummælin hafi verið með upsíloni, sem hafi ekki heyrst í framburði.

  Uppfærð frétt: Ísbjörg var flutt í andnauð til Dagfinns dýralæknis, en mun vera komin úr öndunarvél.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinVERDI (205)
  Næsta greinSAGT ER…