SPESSI MEÐ HEIMILDARMYND UM MEGAS

    Spessi, Megas og Jón Karl.

    “Ég er að gera mína fyrstu kvikmynd, heimildarmynd um Megas,” segir ljósmyndarinn Spessi, sá besti í bransanum um áratugaskeið en myndina gerir hann með Jóni Karli Helgasyni kvikmyndagerðarmanni.

    “Ramminn er 20 dagar sem við mynduðum á meðan Megas var að æfa fyrir tónleika sem hann hélt í Hörpu. Hvert lag tekið fyrir og þá skotist aftur í tímann og rætt við þá sem þar komu við sögu. Þetta er mikil saga og myndin endar á því að Megas tekur Tvær stjörnur á sviðinu sjálfu á tónleikunum í Hörpu.”

    Gert er ráð fyrir að myndin verði tilbúin til sýninga í september.

    Auglýsing