SPARKAÐI FIMM KÍLÓA HUNDI ÚT Á GÖTU

  Harpa og hundurinn.

  “Litli minn fékk heldur betur að kenna á því núna. Ég er enn í sjokki,” segir Harpa Henrysdóttir sem hefur rekið veitingastaðinn Home Café á Spitalgasse 3 í Vín í Austurríki og þegar hún segir “litli minn” á hún við hundinn sinn:

  “Hann sá hund og hljóp út um opnar dyr og elti fólk sem var að labba eftir gangstéttinni fyrir utan veitingastaðinn okkar. Ég fór auðvitað strax á eftir hinum og kallaði á hann, hann stoppaði, maðurinn sem hann var að elta stoppaði líka og sparkaði hundinum út á umferðrgötu. Hann flaug yfir hjólaakgreinina og út á sporvagnslínuna og hljóp svo auðvitað í sjokki eins og heilalaus bavíani út í bílaumferðina.” Ég náði honum fljótt en ég er bara sjálf í sjokki yfir að fullorðin manneskja skuli sparka fimm kílóa hundi út á götu. Ég öskraði á manninn sem hin dagfarsprúða ég geri aldrei. Hundurinn er sjokkeraður en líkamlega heill sem betur fer.”

  Nýjustu fréttir af Home Café í Vín eru þær að staðurinn hefur verið auglýstur til sölu og Harpa segir: Ævintýr til sölu, kostar eina tölu (+slatta af pening). 165.000 evrur.

  Sjá sölutilkynningu hér.

  Það er líf og fjör á Home Café í Vín.
  Auglýsing