Jón Bjarki Bentsson og Bergþóra Baldursdóttir eru hagfræðingar hjá Íslandsbanka og spá fyrir um framtíð þjóðarinnar í efnahagslegu tilliti fyrir árin 2022-2024:
Meðal helstu niðurstaðna spárinnar er að 4,7% hagvöxtur verði í ár samhliða viðskiptaafgangi, minnkandi atvinnuleysi og gengisstyrkingu krónunnar. Fjölgun ferðamanna og myndarleg loðnuvertíð verði meðal helstu drifkrafta vaxtarins. Verðbólga hjaðni hægt og rólega en stýrivextir hækki og verði komnir í 3,25% í árslok. Þá eru líkur á að hægi á hækkun íbúðaverðs þó svo enn verði nokkur hiti á markaðinum á þessu ári, með 4,5% raunverðshækkun.
Hér kynna Jón og Bergþóra spá sína á myndbandi: