SPÁMAÐUR Í EIGIN FÖÐURLANDI

    “Ég er enginn veðurfræðingur en ég spái því að sumarið verði í meðallagi ágætt. Þetta verður milt vor en einhverjir hitatoppar í lok júní og í júlí. Töluvert minna mun rigna en í maí. Í ágúst fer aftur að kólna, sérstaklega á kvöldin. September verður mildur. Spretta í meðallagi,” segir Jón Gnarr fyrrverarandi borgarstjóri og bætir við: “Maí og júní verða báðir vætusamir yfir meðalári, sérstaklega með ströndinni en júlí verður þurr. Hægviðri um allt land í ágúst og september en næturfrost, sérstaklega á hálendinu.”

    Auglýsing