SPÆNSKIR BANKAR BREMSA Á ÍSLENDINGA

    Póstur frá suðurslóðum:

    Nýleg verkföll og gjaldþrot flugfélagsins WOW hafa að líkindum orðið til þess að spænskir bankar fara nú varlega í að lána Íslendingum sem ætla að kaupa sér fasteign á Spáni.

    Íslendingur sem ætlaði að kaupa sér íbúð á Tenerife  stóð frammi fyrir því að bankinn lækkaði skyndilega lánshlutfallið um 10% og því þurfti að finna 2 milljónir sem var ekkert stórmál þar sem viðkomandi er í góðum efnum en er orðin sjötugur og fær því ekki lán. En dóttir hans fékk lánið og ætlar að eiga íbúðina með pabba sem ætlar sér að dvelja langdvölum á Spáni.

    Auglýsing