Svo virðist sem félagar í Sósíalistaflokki Íslands séu dyggir stuðningsmenn Ragnars Þórs Ingólfssonar í formannskjörinu í VR. Heiða B. Heiðars, auglýsingastjóri og einn af eigendum Stundarinnar, póstar herkvaðningu fyrir Ragnar í Facebook hópi Sósíalistaflokksins. Þar hvetur hún félaga til að setja stuðningsmynd fyrir Ragnar Þór í Facebook prófíl og koma til að hringja út fyrir hann.
Miðað við að þær þúsundir sósíalista sem eru í Facebook grúppunni má búast við að vænn hópur hafi hist á skrifstofum Stundarinnar til að hella sér í baráttuna fyrir áframhaldandi formennsku núverandi VR formanns.