SORPA EINS OG FYRIR HRUN

    “Það er sko nóg að gera hjá okkur,” segir starfsmaður í móttöku Sorpu. “Það er eins og allar þvottavélar og uppþvottavélar hafi bilað samtímis. Það er svo mikið að koma af svoleiðis hlutum enda segir fólk að það sé  ódýrara að kaupa nýjar þvottavélar eða uppþvottavélar heldur en að láta gera við. Svo erum við að fá fullt af gömlum sjónvörpum og sófasettum og manni finnst eins og það sé svona tímabil eins og var fyrir hrun. Þá voru allir að framkvæma og henda og svo kom skellurinn. Ætli hann komi ekki á næsta ári. Þetta gengur ekki svona ár eftir ár, einhvern tíma kemur niðursveiflan,” segir Sorpumaðurinn og heldur áfram að flokka og bætir svo við að þeir séu að fá helling af gömlum barnahjólum en þau ganga í endurnýjun lífdaga því þau eru gerð upp og seld.

    Auglýsing