SORGLEGT EF ICELANDAIR FER Í GJALDÞROT

  Ég byrjaði að læra að verða kokkur 3. september 1967 hjá Lofleiðum uppi á Keflavíkurflugvelli í gömlu flugstöðinni. Þetta var þrenns konar. Flugvélamatur í 4 vélar austur og 4 vélar vestur, 189 farþegar og alltaf fullt. Lengdar Vicecount flugvélar með 4 Rolls Royce mótorum.

  Svo var starfsmannamatur fyrir starfsfólk flugstöðvarinnar, Fríhöfnin, Tollurinn, Loftleiðir, Flugfélag Íslands rútubílstjórar og gestir og gangandi. Svo var það terían, skinka og egg, ristuð skinkusamloka með eggjasalati, grilluð skinku og ostasamloka og hamborgarar en ekki franskar.

  Það voru 4 daga vaktir og 4 daga frí. Við bjuggum í flugstöðinni á vöktunum, það var miklu lengra að fara til Keflavíkur frá Reykjavík þá en nú. Svo voru vaktirnar frá kl 8 til 20 eða 20 til 8 svo það tók þvi ekki að fara heim á kvöldin.

  Flugstöðin var í bland gamalt hótel hersins og flugstöð, allt mjög heimilislegt. Ég var á tímbilinu 1967 til 1978 samtals yfir 6 ár i hjá félaginu og er enn Loftleiðamaður eða þannig.

  Nú er öldin önnur. Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðan 1987 ef ég man rétt. Loftleiðir og Flugfélag Íslands sameinuðust c.a. 1972 voru þá kallaðir Flugleiðir. Þetta vita nú allir. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Það hefur gengið upp og niður, skipt um nöfn nokkrum sinnum og jafnvel eigendur. There have been fortunes made and there have been fortunes lost. Útlitið aldrei verið verra.

  Það er nú einu sinni þannig að erfiðleikar og áföll koma oftast úr óvæntri átt, eitthvað sem enginn á von á. Bara eins og í lygasögu. En nú er komið að tímamótum. Hvað mun ske. Stendur þetta og fellur með samningi við flugfreyjur og flugþjóna? Dugir það til?

  Mikið yrði það sorglegt ef Icelandair færi í gjaldþrot. Munu núverandi eigendur koma með meiri pening inn? Munu nýir fjárfestar þora? Er hægt að breyta skuldum í hlutafé?

  Ég man þegar ég var að klóra mig út úr mínum verstu skuldum með Hótel Borg 1998. Ég fór á milli lánadrottna og bauð þeim að breyta skuldum í hlutafé. Þeir voru allir samúðarfullir en þorðu ekki í slaginn enda voru skuldir miklar. En reksturinn gekk vel,vorum með yfir 93% herbergjanýtingu á ársgrundvelli og hæstu meðalverð á herbergjum í Reykjavík, þannig að ég var ekki að bjóða þeim köttinn í sekknum. En samt voru menn smeykir. Það var ekki fyrr en Vífilfell steig fyrsta skrefið og ákvað að vera með að hinir komu allir á eftir og dæmið gekk upp.

  Er Icelandair í þeirri stöðu að geta sannfært menn um glæsta framtíð? Hver þorir að taka fyrsta skrefið?

  Þetta er ekki öfundsverð staða hjá stjórn og stjórnendum en gaman að sjá hvað Bogi forstjórier er bjarsýnn og það er það sem þarf. Eitt skref í einu, þetta mun líka liða hjá.

  “Vilji er allt sem þarf,” sagði Ólafur Jóhannesson formaður Framsóknarflokksins þegar hann varð forsetisráðherra 1971.

  Það birtir upp um síðir. 7-9-13

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.16 – Smellið!

  Pistill no.15 – Smellið!

  Pistill no.14 – Smellið!

  Pistill no.13 – Smellið!

  Pistill no.12 – Smellið!

  Pistill no.11 – Smellið!

  Pistill no.10 – Smellið!

  Pistill no.9 – Smellið!

  Pistill no.8 – Smellið!

  Pistill no.7 – Smellið!

  Pistill no.6 – Smellið!

  Pistill no.5 – Smellið!

  Pistill no.4 – Smellið!

  Pistill no.3 – Smellið!

  Pistill no.2 – Smellið!

  Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing