SORGARSAGA ÚR STRÆTÓ

    Hulda Rós Gunnarsdóttir er ekki ánægð með strætóþjónustuna og hefur ástæðu til:

    “Ég kom í Ártúnið um kl 17:46 með leið 15 úr Mosó, sé leið 12 koma að stoppistöðinni sinni við Breiðhöfða/Ártún og svo breytist merkið í ‘er ekki à leið’ og ég sé í appinu að vagninn keyrir til vinstri en ekki hægri við Bíldshöfða. OK, tek þà þennan sem kemur 18:04 hugsa ég en sá vagn kom aldrei og ég hringdi 18:08 og hlustaði à biðtónlistina renna 3 x í gegn án þess að það væri svarað. Sé svo fimm leiðir 24 koma við á þessari stöð og þrjá vagna númer 16. Þà hringi ég aftur, nú à vagn 12 klukkan 18:37 að koma eftir 2 mínútur. Nú er svarað og þá er sá vagn 15 mínútum of seinn. Hvað er í gangi?!?! Ég beið í klukkutíma í myrkri og skítakulda, er verkjasjúklingur og kuldinn magnar upp verkina. Þetta er ekki í lagi og skammist ykkar.”

    Auglýsing