SONUR MEISTARANS SÝNIR

  Feðgarnir Halldór og Pétur - og Grýla eftir Halldór.

  Pétur Halldórsson myndlistarmaður opnar sýningu í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg laugardaginn 14. september en Pétur er sonur Halldórs Péturssonar, eins ástsælasta teiknara og myndlistarmanns þjóðarinnar á árum áður en myndir hans af Grýlu, jólasveinunum og alls kyns öðru heillaði margar kynslóðir Íslendinga og svo er enn.

  Ein af myndum Péturs.

  Pétur hefur starfað við kennslu og sem prófdómari við grafíska hönnun í MHÍ 1981, 1986 og 1987. Fjöldi viðurkenninga og verðlauna fyrir grafíska hönnun frá 1987 – 1997. Helstu myndskreytingar; Sunnudagsblað Morgunblaðsins og Lesbók Mbl. 1987 – 1992.  Myndskreyting í Heimskringlu, útgáfa á vegum Alþingis og Eddu útgáfu 2002. Bókin Stærð veraldar verður hluti íslenskrar málheildar í stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 2008. 

  Ein af myndum Péturs.
  Allir velkomnir á Skólavörðustíginn á laugardaginn en þar verður einnig Food & Fun í gangi.
  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinMOGGINN ELTIR EIR
  Næsta greinSAGT ER…