SONJA Á SÖGU DAGSINS

  Sonja B. Jónsdóttir, landsþekkt fjölmiðlakona og nú myndlistarkennari, á sögu dagsins sem allir verða að lesa:

  Ungt par flutti inn í nýtt hverfi.
  Næsta morgun, þegar þau voru að borða morgunmatinn, sáu þau unga konu hengja þvottinn sinn út á snúru.
  “Þetta er nú ekki mjög hreinn þvottur, hún kann greinilega ekki að þvo þvott rétt. Kannski þarf hún betra þvottaefni,” sagði konan.”
  Maðurinn hennar horfði á hana, en sagði ekkert.
  Í hvert skipti sem nágrannakonan hengdi út þvottinn gerði konan sömu athugasemdirnar.
  Mánuði seinna varð konan hins vegar hissa þegar hún sá hreinan og fínan þvott hanga á snúrunum og sagði við manninn sinn, ” sjáðu, hún hefur loksins lært að þvo þvottinn sinn rétt, hver ætli hafi kennt henni það? ”
  Maðurinn hennar svaraði henni “Ég vaknaði snemma í morgun og þvoði gluggana okkar. ”
  Og þannig er það með lífið…
  Það sem við sjáum þegar við horfum á aðra er háð því hversu hreinir okkar eigin gluggar eru.
  Þannig að ekki vera of fljótur að dæma aðra, sérstaklega ekki ef að glugginn þinn er þakinn reiði, afbrýðissemi, neikvæðni og óuppfylltum óskum.
  “Að dæma aðra manneskju segir ekkert til um hver hún er. Það skilgreinir bara hver þú ert.”

  Auglýsing