SÓMASAMLOKAN ÞJÓÐARRÉTTUR

    Íslenskur sælkeri, búsettur erlendis, er hér í heimsókn og niðurstaðan er þessi:

    Sómasamlokan sé hinn eiginlegi þjóðarréttur Íslendinga. Um er að ræða hinar klassísku Sómasamlokur, rækjusamloku og samloku með hangikjöti og ítölsku salati. Þetta er eini íslenski matarrétturinn sem stendur upp úr á meðal alþjóðlegra matarrétta og er ekki gerður betur annarsstaðar í heiminum. Gleymið slátri og ýmsu öðru illa þefjandi sem talið hefur verið upp sem þjóðarréttir og enginn étur.

    Auglýsing