SÓLSKINSDRENGURINN UPPÁHALD FRIÐRIKS ÞÓRS

  Vel gengur að þrýsta á um í kerfinu að kvikmyndaleikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson verði settur á lista þeirra sem njóta heiðurslistamannalauna – sjá frétt hér.

  Friðrik Þór hefur leikstýrt, framleitt eða komið að gerð rúmlega 80 kvikmynda á ferli sínum og er það athafnasemi langt yfir meðallagi.

  Spurður um uppáhaldsmyndina sína, segir Friðrik Þór:

  “Það er Sólskinsdrengurinn. Það var verið að sýna hana í Teheran og þar höfðu menn aldrei leitt hugann að þessum málum sem þarna er fjallað um.”

  Sólskinsdrengurinn segir sögu Margrétar, sem hefur reynt allt til að koma syni sínum til hjálpar. Keli er ellefu ára og með hæsta stig einhverfu. Þó Margrét eygi ekki mikla von fyrir hönd Kela brenna á henni margar spurningar um það dularfulla og flókna ástand sem einhverfa er. Hún heldur m.a. til Bandaríkjanna, þar sem hún ráðfærir sig við vísindamenn á sviði einhverfu og kynnir sér ólíkar meðferðir við henni. Jafnfram hittir hún foreldra einhverfra barna sem eiga sama baráttumál og hún; að brjóta niður múrinn milli barnanna og umheimsins. Þessi vegferð verður lengri og afdrifaríkari en hún ætlaði í upphafi. Í ferðinni kveiknar von um að hægt sé að hjálpa syni hennar meira en hún hafði áður talið. Ef til vill er hægt að brjóta niður einhverfumúrinn og kynnast einstaklingnum sjálfum?

  Sjá aðra frétt hér.

  Auglýsing