SÓ PLÍS EKKI TAKA RÚV AF AUGLÝSINGAMARKAÐI

  Eins og ég skil umræðuna um nýtt fjölmiðlafrumvarp þá er lögð rík áherzla á að taka RÚV af auglýsingamarkaði annað hvort alveg eða að sem stærstum hluta. Þetta er tilkomið vegna dvínadi tekna annara fjölmiðla af auglýsingasölu og eins hversu sterk staða RÚV er hvað varðar tillboð og undirboð miðað við …” who knows what”.

  Eins og þetta lýtur út fyrir mér að þá gera stóru sjálfstæðu miðlarnir sé vonir um að fá góðan huta af þeim auglýsingum sem fyrirtæki og stofnanir beina til RÚV.

  Þetta er misskilningur og það er enginn skilningur eins slæmur og misskilningur. Við á Búllunni erum hluti af þeim sem auglýsa alla mánuði ársins á RÚV og Bylgjunni en þessir aðlilar eru með bróðurpartinn af allri hlustun á útvarp. Ég hefi áður vitnað í ummæli Henry Ford: “Ég veit að helmingurinn af öllu sem ég eyði í auglýsingar fer til spillis, ég veit bara ekki hvor helmingurinn það er.”

  Hafandi sagt þetta segi ég að arðsemi auglýsinga í útvarpi þessara tveggja fjölmiðla skilar að minni reynslu betri árangri en þessi staðhæfings Henry Fords.

  Í gamla daga þegar ég sá um félagsheimilið Festi í Grindavík á árunum 1974 til 1977 var öldin önnur, ein útvarpsstöð í loftinu (fyrir utan Kanann á herstöðinni á Keflavíkurflugvelli) og svo Mogginn. Lesnar auglýsingar i 3 daga og tveggja dálka auglýsing í Morgunblaðinu og allt landið vissi að það var ball í Festi.

  Fólk hlustar enn á útvarp í bílnum og á vinnustöðum en fáir lesa blöðin. Í mínu húsi þar sem eru 4 íbúðir er sérstök ruslakarfa í anddyrinu fyrir fríblöð og hún er alltaf full. Enginn tekur blað með sér.

  Það sem ég vil benda á varðandi fjölmiðlafrumvarpið er þetta: Ég sé ekki fyrir mér að fyrirtæki og stofnanir muni auka til muna auglýsingar í frjálsum fjölmiðlum. Ég hef áhyggjur af því fari RÚV af auglýsingamarkaði þá munum við sem auglýsum ekki ná til hlustenda RÚV og hlustendum mun fjölga því fólk verður svo ánægt að geta hlustað á auglýsingalaust útvarp og sjónvarp að það hættir að nota hina miðlana.

  Að auki: Samkvæmt landslögum verða opinberar stofnanir og hinir ýmsu hálf opinberu aðilar að auglýsa á þann hátt að flestir, helst allir, landsmenn viti hvað er í gangi á hverjum tíma og hvað sé í vændum sem hlustendur RÚV munu ekki fá vitneskju um ef það eru engar auglýsingar þar.

  Finnið aðra leið til að lyfta undir bagga með frjálsum fjölmiðlum. Só plís ekki taka RÚV af auglýsingamarkaði.

  TOMMI SEGIR

  Pistill no.31 – Smellið!

  Pistill no.30 – Smellið!

  Pistill no.29 – Smellið! /

  Pistill no.28 – Smellið!

  Pistill no.27 – Smellið! / Pistill no.26 – Smellið! / Pistill no.25 – Smellið! /

  Pistill no.24 – Smellið! / Pistill no.23 – Smellið! / Pistill no.22 – Smellið! / 

  Pistill no.21 – Smellið! / Pistill no.20 – Smellið! / Pistill no.19 – Smellið! / 

  Pistill no.18 – Smellið! / Pistill no.17 – Smellið! / Pistill no.16 – Smellið! / 

  Pistill no.15 – Smellið! / Pistill no.14 – Smellið! / Pistill no.13 – Smellið! / 

  Pistill no.12 – Smellið! / Pistill no.11 – Smellið! / Pistill no.10 – Smellið! / 

  Pistill no.9 – Smellið!/ Pistill no.8 – Smellið! / Pistill no.7 – Smellið! / 

  Pistill no.6 – Smellið! / Pistill no.5 – Smellið! / Pistill no.4 – Smellið! / 

  Pistill no.3 – Smellið! / Pistill no.2 – Smellið! / Pistill no.1 – Smellið!

  Auglýsing