SNÚINN ÆÐAHNÚTUR

  Ragnar og Matthías

  “Ég fór til Stefáns Matthíassonar læknis með æðahnúta fyrir einum 10 árum,” segir Ragnar Önundarson fyrrum bankastjóri og rekur síðan samskipti sín við lækninn:

  “Hann sagði mèr að ég yrði að bíða, þeir væru samningslausir við Sjúkratryggingarnar. Kostnaður yrði 18 þúsund krónur. Hvað kostar þetta án niðurgreiðslunnar, spurði ég? 80 þúsund sagði hann. Þá borga ég það bara, sagði ég. Nei, það er ekki hægt, þeir láta okkur lofa að gera ekki aðgerðir utan kerfisins.”

  Niðurstaða Ragnars:

  “Þetta fyrirkomulag er ekki í lagi, hvorki fjárhagslega né siðferðilega.”

  Auglýsing