Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

SNÆBJÖRN SELUR FERDINAND TIL POLITIKEN

Snæbjörn Arngrímsson bókaútgefandi hefur selt forlag sitt, Hr. Ferdinand, til danska útgáfurisans Politiken.

Snæbjörn hefur starfað sem útgefandi í Danmörku um árabil en hafði áður stofnað bókaútgáfuna Bjart hér á landi sem hann seldi þegar hann freistaði gæfunnar erlendis. Og gæfan snerist honum í hag eins og marka má af þessari frétt.

Það var ekki síst útgáfuréttur á bókum Dan Brown sem kom fótunum rækilega undir Snæbjörn og hefur nú skilað þessari risasölu því þegar Politiken kaupir eitthvað þá er það ekki fyrir smáaura.

Sjálfur segir Sæbjörn á þessum tímamótum:

“Þótt ótrúlegt megi virðast þá var ég í Chamonix í morgun klukkan sjö. Klukkan hálftólf að kveldi var ég staddur 1600 km norðar; í Espergærde. Ég er búinn að keyra í allan dag eftir hraðbrautum Frakklands, Sviss, Þýskalands (frá suðri til norðurs) og Danmerkur (frá Rødby til Espergærde). Þegar við keyrðum af stað í morgun héldum við þeim möguleika opnum að gista á miðri leið en bíllinn brunaði með okkur allt til endastöðvarinnar án erfiðleika.
Ég er sem sagt kominn heim og það eru breytingar í mínum högum. Nú er ég bæði síðhærður og atvinnulaus. Forlagið Hr. Ferdinand höfum við selt til Politiken.”

Fara til baka


ÓÐAVERÐBÓLGA Í COSTCO

Lesa frétt ›HINN AFI BJARNA BEN

Lesa frétt ›LÍMT SAMAN Á LYGINNI

Lesa frétt ›FJÖLSKYLDUMIÐSTÖÐ Í STAÐ STRÆTÓ

Lesa frétt ›TVEGGJA ÁRA FRÉTTIN

Lesa frétt ›ÍSLENSKT SKÓGLEYSI Á FORSÍÐU NEW YORK TIMES

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Viðar Eggertsson, fyrrum útvarpsleikhússtjóri ríkisins, sé ánægður með nýjasta leikhúsverk Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar: Ég er enn að vinda ofan af sjálfum mér eftir yfirsnúning við að sjá Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Hver sagði að revían væri dauð? Hér kemur hún spriklandi nútímaleg og fersk, háskaleg, kyngimögnuð og rakblaðsbeitt. Hvílíkir leikarar, hvílíkir listrænir stjórnendur.Revía 21. aldarinnar hefur tekið leikhúsið með trompi... og tók áhorfendur með trompi í gærkvöldi. Ekki missa af.
Ummæli ›


Ummæli ›

...að auglýsingarnar í Bændablaðinu séu af ýmsum toga: Martha Viereckl frá Leipzig í Þýskalandi óskar eftir því að komast í vinnu á Íslandi í 4-5 vikur árið 2019. Er í hagfræðinámi en er sveigjanleg með starf. Vill gjarnan vera á sveitabæ, á veitingastað/kaffihúsi eða á skrifstofu. Uppl. í netfangið martha. viereckl@gmail.com og í síma +49 176 56782329.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. KJARTAN Í STAÐ LOGA: Frá fjölmiðlarýninum Svani Má: --- Margir tala um að skarð Loga Bergmanns á Stöð 2 verði vandfyllt...
  2. BJARNI FÉKK SÉR KENTUCKY FRIED: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur verið á kosningaferðalagi um Suðurlands og snæddi kvö...
  3. LÚXUSÍBÚÐ ARA ELDJÁRN: Ari Eldjárn, maðurinn sem hefur gert íslenskt uppistand og grín að útflutningsvöru, hefur keypt ...
  4. 500 NÝIR ÁSKRIFENDUR STUNDARINNAR: Áskrifendum Stundarinnar hefur fjölgað um hartnær 500 eftir að sýslumaður setti lögbann á fréttaflut...
  5. STÓREIGNAMENN ÚR SAMHJÁLP: Velferðadeildin: --- Hópur fólks sem starfað hefur með og stutt Samhjálp  með fjárframlögum  hyg...

SAGT ER...

...að Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn séu samanlagt með 66 prósent fylgi í Norðvesturkjördæmi samkvæmt skoðanakönnun í héraðsfréttablaðinu Feyki - þar heitir höfuðstaðurinn Sauðárkrókur.
Ummæli ›

...að sjaldan hafi kjósendur verið jafn óákveðnir og nú. Þetta getur endað með ósköpum.
Ummæli ›

...að Rúnar Gíslason, sem skipar þriðja sætið á framboðslista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, sé sonur sjónvarpsmannsins landsfræga, Gísla Einarsson. Rúnar er einnig formaður VG í Borgarbyggð.
Ummæli ›

...að sjö af hverjum tíu ungmennum kjósi frekar rafræn samskipti en persónuleg - sjá nýja rannsókn hér.
Ummæli ›

Meira...