SMYRILL ROTAÐIST OG FÉKK HELGARSTEIK

    Smyrillinn gæðir sér á hluta af helgarsteikinni.

    “Fundum þennan litla smyril inní hlöðu hjá okkur. Hann flaug á gluggann og rotaðist,” segir Þeba Björt Karlsdóttir og þá voru góð ráð dýr:

    Þeba Björt

    “Við reyndum að sleppa honum út en hann fór ekkert í burtu. Við þorðum ekki öðru en að taka hann út úr hestahólfinu því við vorum hrædd um að hestarnir myndu trampa á honum. Svo gáfum við honum smá kjötbita en þar sem hann sýndi ekkert fararsnið á sér þá tókum við hann heim. Svo núna er hann í kassa hérna heima og étur helgarsteikina í smá bútum. Hvað er best að gera næst?”

    Auglýsing