SMÁRI UM BOLLA

  Frá því var greint hér 17. júní að einn helsti fjáröflunarmaður Sjálfstæðisflokksins, Bolli Kristinsson, hefði sagt sig úr flokknum. Staðfesti Bolli fréttina svo í morgunútvarpi Bylgjunnar þremur sögum síðar. Í framhaldinu greinir sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson þetta svona:

  “Ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn heldur betur fylgi sínu en hinir ríkisstjórnarflokkarnir, VG og Framsókn, er fyrst og síðast sú að innan Sjálfstæðisflokksins er virk stjórnarandstaða. Stjórnmálaflokkar eru í eðli sínu hugmyndadeiglur, þegar ágreiningi er haldið niðri og aðeins hollusta við forystuna leyfð koðna flokkar niður, flokksstarf sofnar og flokkarnir missa öll tengsl við grasrót flokksins. Þetta þykir forystu marga flokka óskiljanlegt og halda sér við þá trúarsetningu að flokkar styrkist ef forystan er aldrei gagnrýnd.

  Ég tek fram að ég er ekki að segja að gagnrýni stjórnarandstöðunnar í xD sé góð, aðeins að hún er flokknum holl. Eins og öll gagnrýni á forystu í stjórnmálaflokkum og öðrum almannasamtökum.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinNICOLE KIDMAN (52)