SMÁR EN KNÁR (50)

Peter Dinklage er smávaxinn en stór á hvíta tjaldinu og í sjónvarpinu. Hann heillar áhorfendur með kímni, sjarma, dreymandi bláum augum og hann er fimmtugur í dag. Þrátt fyrir dvergvöxt og alls enga menntun í leiklist hefur hann risið í hæstu hæðir með frammistöðu sinni í fjölmörgum myndum og nú síðast sem sá litli í Game Of Thrones. Hann hefur tvisvar fengið Emmy verðlaun og einu sinni Golden Globe.

Auglýsing