SMÁHÝSI HEIMILISLAUSRA STANDA AUÐ Í VETRARBYRJUN

    Þóra, smáhýsin í Skerjó og ónýtt landsvæði handan girðingar.

    “Nú er kominn vetur og áfram standa þessi smáhýsi auð og engum til gagns. Þau voru byggð fyrir umkomulausasta fólkið í borginni en fjárfestar og verktakar með nokkra fulltrúa almennings sér við hlið leggjast gegn því að þau verði sett niður á ónýtt svæði í Laugardal og hafi þeir skömm fyrir,” segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir aðstoðarkona Kára Stefánssonar í Erfðagreinginu.

    “En hvað með þetta svæði hinum megin við girðinguna þar sem húsin eru geymd í Skerjó? Þar eru engir nágrannar eða verktakar og strætóskýli við hliðina.”

    Auglýsing