SLÚTTIÐ ÞESSU BARA – SAMA HVERNIG

    Bjartur og strákarnir í boltanum.

    “Ef sóttvarnarlæknir gefur grænt ljós á fótbolta eftir helgi mun KSÍ setja leikmenn utan af landi í þá stöðu að þurfa að ferðast til og frá höfuðborgarsvæði í miðjum faraldri og hætta þannig á að smitast og bera smit inn í veirufrí samfélög úti á landi,” segir Bjartur Aðalbjörnsson varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmis og oddviti Samfylkingarinnar í Vopnafjarðarhreppi. Hann er í Einherja  og bætir við:

    “Mig langar ekkert að fá þessa veiru. Mig langar heldur ekki að vera ábyrgur fyrir því að bera smit inn í vopnfirskt samfélag. Leikmenn eru áhugamenn og geta ekki verið í búbblu. Ég trúi því ekki að KSÍ ætli að setja leikmenn í þessa erfiðu stöðu. Við erum með leikmenn dreifða um allt land og ef smit kemur upp í hópnum getur það dreifst víða. Mér finnst bara svo heimskulegt að ætla að reyna að halda þessu áfram. Mér er alveg sama hvernig KSÍ slúttar þessu; slúttið þessu bara. Að lokum: Mér finnst það sérstök forgangsröðun ef að fótbolti verður leyfður miðað við það hversu harðar aðgerðir gilda víða. Og já, ég elska fótbolta.”

    Auglýsing