SLÖKKVILIÐ KALLAÐ ÚT Í ÞORRABLÓT Í KAUPMANNAHÖFN

  Veisluhúsið og maturinn.
  Emma súr eftir þorrablótið.

  “Takk fyrir gærkvöldið kæru blótsgestir. Virkilega leiðinleg uppákoman sem átti sér stað undir borðhaldinu, en svona er þetta,” segir Emma Magnúsdóttir sem búsett er í Kaupmannahöfn en þorrablót Íslendingafélagsins var haldið á laugardagskvöldið í Nordatlantens Brygge og danska slökkviliðið mætti einnig. Einhverjir höfðu kveikt í sígarettu yfir kræsingunum og brunakefið fór í gang.

  Sektað er fyrir svona útköll í Kaupmannahöfn, 7.500 danskar krónur sem gerir um 140 þúsund íslenskar og lendir á Íslendingafélaginu.

  “Þetta gerðis líka í fyrra,” sagði einn veislugesta þegar brunabílarnir óku blikkandi í hlað.

  Auglýsing