SLEGIST UM TÚRISTANA

    Úr túristadeildinni:

    Baráttan um ferðamennina er hörð. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur ferðaþjónustufyrtækið Hópbílar keypt rekstur Reykjaviksightseeing og munu kaupin vera fjármögnuð með nýju hlutafé. 

    Reykjavíksightseeing er leiðandi fyrirtæki í ferðum með leiðsögumenn í Reykjavík og á  Suðurlandi; norðurljósaferðir, GullnI hringurinn, Jökulsárlón, Geysir, Gullfoss, fjallaferðir, skíðaferðir, óvissuferðir, jeppaferðir, hvalaskoðunarferðir, Bláa Lónið og Snæfellsnes.

    Hópbílar munu því fara í harða samkeppni við Kynnisferðir sem hafa verið einna stærstir í skipulögðum ferðum fyrir ferðamenn.

    Auglýsing