SLAPPAÐU AF, PAUL!

  Tónlistarspekúlantinn Arnar Eggert Thoroddsen hefur áhyggjur af Paul McCartney og setur saman ritgerð þar um:

  “Þær eru vandræðalega mikið “fótósjoppaðar”, myndirnar af Paul McCartney sem fylgja nýja Mojo. Þessi 76 ára gamli maður skal víst líta út fyrir að vera rétt undir fimmtugu. Dóttir hans tekur myndirnar og oftar en einu sinni er tekið fram að þeim sé ætlað að sýna viðkvæman, sannan, “strípaðan” McCartney.

  Arnar Eggert Thoroddsen

  Ég er að reyna að átta mig á því hver ákvað þetta, þar sem myndvinnslan er mjög áberandi – algerlega öfugt við það sem lofað er. Ég hef mikið dálæti á Paul, eitthvað sem fer vaxandi, en þessi óholla þörf hans – það verður að segjast – fyrir viðurkenningu, að vera með á nótunum og vera “ferskur” bítur hann einatt fast í rassinn. Og það ágerist virðist vera. Gaman hefði verið að sjá hrukkurnar og hinn sanna Paul en það mun ekki gerast og líkurnar í raun hverfandi (stjórnsemi er einn af draugunum sem okkar maður glímir við). Þessi vinsælda- og samþykktarörvænting Paul rak hann meira að segja í að gera lag að hætti One Direction (“Fuh you”), lag sem ég á reyndar auðvelt með en gæti trúað að sé eyrnavítissódi fyrir marga.

  Paul. Þú ert sá allra flottasti. Leyfðu þér nú að njóta þess. Slappaðu af!”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinÓMAR (78)