SKÚLI OG GRÍMA BREYTA HÓTELI Í EINBÝLISHÚS

    Skúli, Gríma og Bárugata 11.

    Sótt hefur verið um leyfi til yfirvalda um að breyta Bárugötu 11 í Reykjavík í einbýlishús. Þar var áður lítið hótel, Guesthouse Ísafold.

    Það eru hjónin hjónin Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen sem sem sækja um í sameiningu undir firmanafninu BG11 ehf.

    Kerfisbréfið: “Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi gististaðar í flokki lll,  fjarlægja lyftu, fækka svefnherbergjum og baðherbergjum og færa í upprunalegt horf sem einbýli, hús á lóð nr. 11 við Bárugötu. Erindi fylgir yfirlit breytinga á aðaluppdrætti stimpluðum 6. maí 2014. Gjald kr. 12.100 Samþykkt. Samræmist ákvæðum laga nr. 160 / 2010. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.”

    Auglýsing