SKÚLI Í SUBWAY VILL BYGGJA VIÐ HAFNARSTRÆTI 18

    Subwaykóngurinn og Hafnarstræti 18 fyrir og eftir.

    Unnið er að endurbótum á hinu sögufræga húsi Hafnarstræti 18 í Reykjavík. Var timbur og annað byggingarefni sem varðveislugildi hefur geymt og notað í nýbyggingu sem er  í sama stíl og húsið var í upp úr aldamótunum 1900. Eigandi hússins er félag í eigu Skúla í Subway sem vill byggja við og hefur sótt um leyfi til byggingafulltrúans í Reykjavík:

    “Sótt er um leyfi til að breyta erindi BN054146 þannig að byggð verður viðbygging á austurhlið með svölum á þaki og sótt er um að breyta byggingarefni gólfs 1. hæðar aðalhúss í steinsteypt, borið af stálsúlum í kjallara í húsi á lóð nr. 18 við Hafnarstræti. Stækkun: 18,1 ferm., 81,8 rúmm. Eftir stækkun: 1.025,5 ferm., 3.666,9 rúmm.”

    Auglýsing