SKUGGAHLIÐAR MANNLÍFSINS

  Hvar eiga vondir að vera? heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Sveitarfélög hafa það hlutverk að annast okkar minnstu bræður og systur. Þar er fjöldi heimilislausra, fólk í allskyns fíknivanda og svo framvegis. Enginn vill hafa þetta fólk nálægt sér enda dregur það með sér skuggahliðar mannlífsins, eiturlyfjasala og allan þann hrottaskap sem þar þrífst. Borginn laumar þessu inn án þess að láta nágrannana vita og velur staði þar sem viðkvæmir hópar eru fyrir í von um að þeir geti ekki varist þessu. Smáhýsum var komið fyrir nálægt samkomustað þeirra sem voru að ná sér út úr fíkninni og nú er úrræði fyrir konur í neyslu komið fyrir við hlið á Klúbbnum Geysi sem hjálpar fólki með geðrænan vanda.

  Steini skoðar myndavélina.

  Hnífaárás, tilraun til innbrots, fíknisalar og sjúkrabílar eru ekki það sem kvíðasjúklingar, fyrrverandi fíklar og menn með annars konar andlegan vanda þurfa á að halda.

  Vandinn verður ekki leystur á ódýran hátt. Það þarf að hafa gífurlega og stöðuga gæslu á hverfinu þar sem slíkt úrræði er. Að sjálfsögðu á ekki að koma því fyrir innan um viðkvæma hópa, hvorki leikskóla, innan um geðfatlaða né fíkla í bata. Það þarf að hafa neyslurými í nágrenninu þannig að nálum sé ekki dreift um allt. Ég held jafnvel að dóp á kostnað ríkisins mynd raunverulega draga úr kostnaði og stórbæta umhverfið.

  Auglýsing