SKRÝTIN VERÐLAGNING Á 7UP Í KRÓNUNNI

  Reyn Alpha finnst skrýtið að borga minna fyrir minna.

  “Það er 10 krónum dýrara að kaupa kassa með 6 dósum af 7UP Free heldur en að kaupa 6 stakar dósir af 7UP Free í Krónunni,” segir Reyn Alpha Magnúsar, varaformaður Trans Ísland og ritari Félags hinsegin stúdenta, steinhissa:

  “Borga 10 krónur fyrir pappann.”

  Aðrir viðskiptavinir Krónunnar taka undir og bæta um betur:

  “Sama með Collab, ódýrara að kaupa 2×6 í kassa en 1×12 í kassa.”

  Auglýsing