SKRIFSTOFUSTJÓRI ALÞINGIS VILL EKKI HÆTTA SJÖTUGUR

  Þeir stjórna; skrifstofustjóri og forseti Alþingis.

  Úr bakherberginu:

  Unnið að því bak við tjöldin að tryggja áframhaldandi völd Helga Bernódussonar sem skrifstofustjóra Alþingis en hann verður 70 ára núna í ágúst og ber því samkvæmt lögum að hætta.

  Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki komið sér saman um eftirmann, Helgi vill alls ekki hætta og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, vill hafa Helga með sér svo lengi sem þessi ríkisstjórn er við völd.

  Helgi hefur reynst stjórnvöldum vel og er sérstaklega kært á milli skrifstofustjórans og Steingríms J. Starfsfólk á skrifstofu Alþingis er ekki allt jafn ánægt.

  Auglýsing