SKÓR Á SÓLARLANDAPRÍS

  Fréttaritari á ferð:

  Góðærisins sér víða stað á Íslandi um þessar mundir. Það er ekki bara að um síðustu jól hafi víða verið gefnar mjög dýrar jólagjafir, heldur sýna tölur að Íslendingar hafa á undanförnum mánuðum lagt leið sína til útlanda sem aldrei fyrr, að maður tali nú ekki um bílasöluna, sem slær öll, met.

  En það er víðar sem góðærisins sér stað, því ef farið er í hliðargötur Miðbæjarins, sér maður að skóvinnustofur hafa gengið í endurnýjun lífdaga.

  Þarna er um að ræða Þráínn skóara neðst á Grettisgötunni, þar sem nú má fá dýrindis gæðaskó á verði utanlandsferða. Þarna blösu við fréttaritara vorum í Miðbænum kven- og karlmannaskór , sem kosta frá tæplega 70 þúsund krónum og upp í 87 þúsund parið!

  Karlmannaskórnir eru dýrari, en kvenskórnir litfegurri. Myndirnar tala svo sínu máli.

  Auglýsing