SKJÁLFANDI MÓÐURSÝKI

  Eldgos heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Nú þegar er búið að hræða líftóruna úr almenningi á Reykjanesskaga vegna saklausrar jarðskjálftahrinu. Væri vert að líta á jarðskjálftavirkni 25 ár aftur í tíman á Reykjanesi

  Steini skoðar myndavélina.

  Á árunum 1994-1998 var talsverð jarðskjálftavirkni á Ölkelduhálsi og í dölunum upp af Hveragerði. Jafnframt varð nokkurt landris á þessu svæði sem vísindamenn töldu geta bent til kvikuinnstreymis á fárra kílómetra dýpi sem gæti leitt til eldgos. En eftir allt hafurtaskið þá var þetta eðlileg hreyfing á flekaskilum.

  Árið 2009 fór land að rísa og síga á víxl á Krýsuvíkursvæðinu. Sama móðursýkin fór þá í gang sem reyndist alveg óþörf.  Eftir 2012 tók land að síga á svæðinu sem ekki hefur þótt sérlega fréttnæmt. Reyndar varð nokkurt landris á Krýsuvíkursvæðinu árið 2010 samfara lítilli jarðskjálftahrinu. Sumir vísindamenn hafa nefnt kvikuhreyfingar til sögunnar.

  Í ársbyrjun 2020 hófst landris skammt vestur af fjallinu Þorbirni norðan við Grindavík. Síðan bættust við jarðskjálftar sem smám saman náðu yfir allt svæðið frá Reykjanesi að Kleifarvatni. Nú varð Grindvíkingum um og ó. Þessi umbrot voru nánast innanbæjar í Grindavík og lítið svigrúm fyrir ábyrgðarlausar yfirlýsingar hjá vísindamönnum.

  Gripið var til þess ráðs að gera ráðs fyrir hinu versta (með tilheyrandi hrauni á fasteignaveði) og hræða líftóruna úr íbúunum. Umbrotin héldu sínu striki og gera enn og lífið gengur sinn vanagang.

  Jarðskjálftana 23. febrúar sl. hefur aftur verið gripið til þess ráðs að hræða íbúana. Nú með því að lýsa yfir hættustigi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og á Suðurlandi. Auðvitað þarf að vara við jarðskjálftahættunni en það er fráleit aðferð að hræða fólk.

  Hvenær urðu síðast alvarleg slys á fólki í jarðskjálftum hér á landi. Líklega fótbrotnaði ein manneskja í Suðurlandsskjálftunum árið 2000.

  Skriðuföllin á Seyðisfirði voru að líkindum miklu hættulegri þó svo að fólk hafi sloppið með skrekkinn.

  Væri ekki heppilegra að beita öðrum aðferðum til að ná fjármagni út úr ríkissjóði.

  Auglýsing