SKÍNANDI SKÁLAR HJÁ WANG WEI

    Wang Wei í vinnunni.

    Skiljanlega er erfitt að hafa salernismál í lagi í Sjanghæ, í borg sem telur 25 milljónir, en ekki þarna á aðalflugvellinum í borginni.

    “Ég hef verið hérna í sjö ár og kann vel við mig,” segir Wang Wei (44) sem heldur pissuskálunum á flugvellinum svo hreinum að annað eins hefur vart sést. Skálarnar eru líkastar gljáfægðu postulíni.

    Skálarnar á flugvellinum eru margar og Wang Wei fer á milli og heldur þeim öllum í toppstandi eins og honum ber.

    Auglýsing