SKELFILEGUR APRÍL HJÁ LEIGUBÍLSTJÓRUM

  “Apríl var alveg skelfilega lélegur og maður sér ekki að þetta sé að taka við sér,” segir leigubílstjóri hjá Hreyfli og heldur áfram:

  “Það er greinilega  mikill samdráttur. Hjá mér er það um 30% miðað við það sem ég hef haft og maður hugsar bara með hryllingi ef þetta verður svona í sumar. En maður bara bíður og vonar að úr rætist. Það sem lyftir þessu upp eru túrar sem maður fær á Keflavíkurflugvöll og út á land svo sem Hveragerði og í Landeyjarhöfn. Ef það eru fjórir í bíl  í Landeyjarhöfn þá höfum við verið að fara þangað fyrir 25.000 auk þess höfum við verið að fara túra um bæinn með leiðsögn.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinROBERTINO OG MAMMA
  Næsta greinSAGT ER…