UMDEILDUR KLÓSETTPAPPÍR Í COSTCO

  Ingibjörg og Kirkland klósettpappírinn í Costco.

  “Er það virkilega rétt að klósettpappírinn í Costco sé ofnæmisvaldur og jafnvel eitraður?” spyr Ingibjörg Ottesen í hópnum Costco Gleði og fær mörg svör:

  Helena S. Þráinsdóttir: “Veit það ekki, en vann á stað þar sem hann var mikið notaður og hef aldrei áður lent í svo mörgun wc stíflum.”

  Margrét Hlíf Óskarsdóttir: “Ég og sonur minn finnum fyrir óþægindum eftir þennan pappír. Hélt að sonurinn væri komin með njálg, hann klæjaði svo svakalega. Er samt ennþá keyptur hér á heimilinu því ég bara trúði ekki að þetta gæti bara í alvöru verið klósettpappírinn en ég er bara farin að hallast að því samt núna.”

  Anna Margrét Bragadóttir: “Veit um konur sem hafa fengið sveppasýkingar af klósettpappirnum í Costco en ég reyndar kaupi hann alltaf, keypti þennan sama pappír þegar ég bjó í Canada og hann hefur aldrei böggað mig neitt.”

  Kristín Bjarnadóttir: “Það eru mjög margar konur sem þola hann ekki. En það eru líka aðrir mjög hvítir, mjúkir, þykkir o.s.frv. sem sömu aðilar þola ekki. Ég þekki líka nokkra karlmenn sem þola hann ekki.”

  Auglýsing