SJÖTUGUR MORGUNHANI

    Gissur með félögum sínum í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

    Gissur Sigurðsson fréttamaður, landsþekktur morgunhani í morgunútvarpi Bylgjunnar um árabil, er sjötugur í dag og fór á kostum í útvarpinu í morgun eins og svo oft áður.

    “Við félagarnir í Bítinu sendum þér hamingjuóskir í tilefni dagsins, þú ert stærri partur af þessum þætti en þú gerir þér grein fyrir kæri vinur,” segja umsjónarmenn morgunútvarpsins í kveðju til afmælisbarnsins sem mörg hundruð hlustendur taka undir.

    Gissur hefur fágæt tök á útvarpi og fer þar saman einstök rödd og frásagnargleði sem fáum er gefin. Án hans væri morgunútvarp Bylgjunnar ekki svipur hjá sjón.

    Auglýsing