SJALLAR ÁNÆGÐIR MEÐ SAMFÓ Í SUÐVESTRI

    Ungu sjálfstæðismaður pólitískst skotinn í nýrri Samfylkingarstjörnu.

    “Nú kýs ég ekki Samfylkingu og sit í framkvæmdastjórn SUS. Hins vegar get ég ekki annað en fagnað því að ungt og efnilegt fólk sé að sýna áhuga á því að taka ábyrgð á vettvangi stjórnmálanna, óháð því hvar það er á hinu pólitíska litrófi,” segir sjálfstæðismaðurinn Hörður Guðmundsson ánægður með að Jóna Þórey Pétursdóttir hafi gefið kost á sér í forystusveit Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, Kraganum. Hún var forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

    “Einnig þekki ég vel til Jónu. Hún ritstýrði Verzlunarskólablaðinu V81 2014/15 og þó hún hafi sennilega oft fengið nóg af Verzló-frjálshyggjunni minni, þá var alveg einstaklega gott að vinna með henni. Ég varð reyndar líka mjög sannfærður um það á þeim tíma að hún færi í pólitík.”

    Auglýsing